Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. febrúar 2016 11:20
Arnar Geir Halldórsson
Kante horfði mikið á Arsenal á sínum yngri árum
N´Golo Kante
N´Golo Kante
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn N’Golo Kante er einn þeirra sem slegið hafa í gegn með spútnikliði Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Hann mætir í dag öðrum miðjumanni sem hefur slegið í gegn, þýska leikstjórnandanum Mesut Özil.

Kante segist ekki geta stoppað Özil upp á sitt einsdæmi og treystir á hjálp frá liðsfélögum sínum.

„Mér finnst hann vera mjög góður leikmaður. Ég sá það síðast þegar ég spilaði gegn honum. En við erum ekki bara að mæta Özil heldur Arsenal og við munum gera okkar besta,"

„Eina leiðin til að stoppa Özil er að við gerum það saman sem lið,"
segir Kante sem fylgdist mikið með Arsenal á sínum yngri árum.

„Þegar ég var yngri horfði ég mikið með Arsenal því þeir höfðu marga franska leikmenn. Þess vegna er frábær tilfinning að fá að spila á móti þeim núna."

Leicester hefur fimm stiga forskot á toppi deildarinnar en Kante segir ekkert annað en sigur koma til greina.

„Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Vonandi verður þetta góður leikur en það er pressa á báðum liðum. Við reynum alltaf að gera það sama. Við gerum okkar besta og reynum að vinna."

Athugasemdir
banner
banner