sun 14. febrúar 2016 12:40
Arnar Geir Halldórsson
Klopp: Sturridge einn sá hæfileikaríkasti sem ég hef séð
Hæfileikaríkur
Hæfileikaríkur
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool segir það skiljanlegt að fjölmiðlar velti framtíð Daniel Sturridge fyrir sér í gríð og erg.

Meiðslasaga Sturridge er ótrúleg og hafa einhverjir fjölmiðlar haldið því fram að hann eigi ekki framtíð hjá Klopp vegna meiðslanna.

Það er þó ekki að heyra á Þjóðverjanum að hann vilji losna við enska framherjann.

„Hann átti að spila 40 mínúur á móti West Ham en þær urðu að 70 vegna framlenginarinnar. Hann fékk góða endurheimt daginn eftir og hann er góðu ástandi sem er mjög gott," segir Klopp.

Sturridge hefur skorað fjögur mörk í þeim sjö leikjum sem hann hefur komið við sögu í á tímabilinu.

„Fótboltinn virkar sem mjög auðveldur leikur þegar maður horfir á hann spila. Fyrir hann er fótbolti jafn einfaldur og það er fyrir okkur venjulega fólkið að hjóla. Hann gleymir því ekki hvernig er að spila og hann mun aldrei gera það,"

„Það er mjög eðlilegt að allir séu alltaf að spyrja um hann. Hann er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef séð.
segir Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner