sun 14. febrúar 2016 11:39
Arnar Geir Halldórsson
KR vill fá Arnór Svein frá Breiðabliki
Skipta þeir um lið?
Skipta þeir um lið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar hafa spurst fyrir um Arnór Svein Aðalsteinsson, hægri bakvörð Breiðabliks samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Arnór Sveinn var fyrirliði Blika á síðustu leiktíð og lék 19 leiki í Pepsi deildinni en þessi þrítugi varnarmaður á 12 landsleiki að baki fyrir A-landslið Íslands.

KR-ingar voru í vandræðum með bakvarðastöðurnar á síðustu leiktíð en Gonzalo Balbi leysti oftast stöðu hægri bakvarðar.

Arnór Sveinn hefur allan sinn feril á Íslandl leikið með Breiðabliki en hann reyndi fyrir sér í Noregi um tíma. Hann spilaði síðustu fimmtán mínúturnar í 3-1 tapi Blika gegn Fylki í Lengjubikarnum í gær.

Eins og við greindum frá fyrir helgi hefur Breiðablik lagt fram tilboð í enska framherjann Gary Martin sem leikur með KR en Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, hafði áður sagt að ekki stæði til að selja Gary.
Athugasemdir
banner
banner
banner