Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. febrúar 2016 19:39
Alexander Freyr Tamimi
Þýskaland: Alfreð ekki með í tapi gegn Bayern
Lewandowski skoraði tvö.
Lewandowski skoraði tvö.
Mynd: Getty Images
Augsburg 1 - 3 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('15 )
0-2 Robert Lewandowski ('62 )
0-3 Thomas Muller ('78 )
1-3 Raul Bobadilla ('86 )

Robert Lewandowski hélt áfram að skora þegar Bayern Munchen vann þægilegan 3-1 útisigur gegn Augsburg í þýsku Bundesligunni í dag.

Alfreð Finnbogason byrjaði á bekknum hjá Augsburg og kom ekki við sögu. Hann er nýkominn til þýska félagsins á láni frá Real Sociedad eftir að hafa eytt fyrri helmingi tímabilsins hjá Olympiakos í Grikklandi.

Lewandowski kom Bayern í 2-0 áður en Thomas Muller kórónaði sigur gestanna. Raul Bobadilla klóraði í bakkann rétt fyrir leikslok en nær komst Augsburg ekki. Lokatölur 1-3.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner