sun 14. febrúar 2016 14:15
Arnar Geir Halldórsson
Wenger: Ekki rétt að dæma víti
Ósvikin gleði
Ósvikin gleði
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal var í skýjunum eftir ótrúlega dramatískan sigur á Leicester í uppgjöri toppliðanna á Emirates leikvangnum í dag.

„Leicester vörðust mjög vel og við vorum óheppnir að vera undir í hálfleik. Í síðari hálfleiknum vorum við frábærir og hefðum átt að skora fleiri mörk," segir Wenger sem var ósáttur með Martin Atkinson, dómara leiksins.

„Það var brotið á Özil í aðdraganda marksins hjá Leicester og mér fannst vítaspyrnudómurinn mjög harkalegur. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér sýndist þetta ekki vera víti."

Wenger segir það hafa verið gríðarlega mikilvægt að ná sigri og er vongóður um framhaldið.

„Mikilvægi leiksins var gríðarlegt því við hefðum getað verið átta stigum á eftir þeim eða tveim stigum á eftir þeim. Það er enn mikið eftir og við eigum marga erfiða leiki eftir. Við eigum samt góðan möguleika."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner