Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. febrúar 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Balotelli fer í taugarnar á samherjum
Það er alltaf fjör kringum Balotelli!
Það er alltaf fjör kringum Balotelli!
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn umdeildi Mario Balotelli er farinn að fara í taugarnar á samherjum sínum í Nice. Miðjumaðurinn Valentin Eysseric talaði hreint út um Balotelli í viðtali og segir hann bara hugsa um sjálfan sig.

„Það er eins og hann vilji ekkert með okkur hafa," segir Eysseric.

Balotelli var ekki með í 2-2 jafntefli gegn Rennes í gær vegna veikinda en hann var á bekknum gegn Saint-Etienne í umferðinni þar á undan.

„Ég er bara heiðarlegur með það að hann þarf að hugsa meira um liðið. Það er bara sannleikur. Það er synd þegar hann hengir haus á æfingum á hverjum degi. Hann er það góður leikmaður."

„Það er ekki í boði að leikmenn séu ekki að leggja sig alla fram en þetta er bara staðreynd með Mario Balotelli."

Balotelli kom til Nice í fyrrasumar og hefur skorað níu mörk í þrettán deildarleikjum.

Nice var á toppnum í frönsku deildinni fyrir nokkrum umferðum en hefur verið að gefa eftir. Liðið er nú í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Paris Saint-Germain og fimm stigum á eftir toppliði Mónakó.
Athugasemdir
banner
banner
banner