þri 14. febrúar 2017 09:10
Magnús Már Einarsson
Belotti til Man Utd?
Powerade
Andrea Belotti gæti farið til Manchester United.
Andrea Belotti gæti farið til Manchester United.
Mynd: Getty Images
Martial er áfram orðaður við önnur félög.
Martial er áfram orðaður við önnur félög.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er kominn úr prentun.



Anthony Martial (21) gæti farið frá Manchester United til Tottenham í sumar. (Daily Mirror)

Samningaviðræður Marcus Rashford (19) vill ekki skrifa undir nýjan samning í augnablikinu. Rashford er ósáttur við að fá ekki að spila meira og hann gæti verið á förum. (Times)

Manchester United ætlar að reyna að fá framherjann Andrea Belotti (23) frá Torino. Belotti hefur skorað 17 mörk í Serie A á tímabilinu. (TMW)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætlar að bjóða 40 milljónir punda til að fá bræðurnrar Lucas og Theo Hernandez til félagsins frá Atletico Madrid í sumar. Lucas (21) er miðvörður en Theo (19) er vinstri bakvörður. (Sun)

Mark Clattenburg (41) gæti hætt að dæma í ensku úrvalsdeildinni og farið til Bandaríkjanna eða Kína. Clattenburg er þreyttur á mikilli umfjöllun um stóra dóma í ensku úrvalsdeildinni. (Daily Mail)

Everton, Middlesbrough og Watford eru að fylgjast með Elias Kachunga (24) sem er í láni hjá Huddersfield frá þýska félaginu Ingolstadt. Þessi 24 ára gamli Þjóðverji er markahæstur hjá Huddersfield á tímabilinu með 10 mörk. (Daily Mirror)

Chelsea hefur blásið á sögusagnir þess efnis að David Luiz sé illa meiddur á hné. Luiz birti í gær ynd af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann var á sjúkrahúsi. (Telegraph)

Mesut Özil (28) er undir pressu frá liðsfélögum sínum í Arsenal að standa sig betur. Margir í hópnum telja að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sé ekki nógu harður við Özil. (Daily Mail)

Lazio, Arsenal og Watford eru að berjast um Alban Lafont (18), markvörð Toulouse í Frakklandi. (Talksport)

Arsena og Manchester United eru í viðræðum við Monaco um kaup á Fabinho (23). Fabinho getur leikið í vörninni og á miðjunni en hann vill sjálfur helst fara til Manchester City. (Daily Mirror)

Jordan Pickford (22), markvörður Sunderland, segist vera klár í slaginn fyrir leikinn gegn Everton 25. febrúar. Pickford hefur verið frá keppni síðan á annan í jólum. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner