Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. febrúar 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bilic ákærður fyrir að kasta hljóðnema
Bilic og Jurcevic leyfðu skapinu að fara með sig í gönur.
Bilic og Jurcevic leyfðu skapinu að fara með sig í gönur.
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic var langt frá því að vera sáttur með dómgæslu Michael Oliver í 2-2 jafntefli liðsins gegn West Brom í ensku Úrvalsdeildinni um helgina.

Reiði Bilic magnaðist eftir því sem tók að líða á leikinn og náði hápunkti þegar West Brom jafnaði í 2-2.

Króatinn tók þá upp sjónvarpshljóðnema sem hann fann og kastaði honum harkalega til jarðar og var rekinn upp í stúku fyrir vikið. Nikola Jurcevic, aðstoðarþjálfari Hamranna, var rekinn upp í stúku fyrr í leiknum fyrir að mótmæla því að mark Sofiane Feghouli hafði verið dæmt af vegna rangstöðu.

„Það voru fjórar eða fimm stórar ákvarðanir í leiknum og þær fóru allar gegn okkur. Auðvitað verður maður reiður og pirraður, mér er alveg sama þó ég fái eitthvað bann fyrir þetta, hljóðneminn er sterkbyggður," hafði Bilic að segja um málið.

Í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins stendur að Króatarnir verða báðir ákærðir fyrir athæfi sitt í leiknum. Þeir hafa tíma þar til klukkan 6 á fimmtudaginn, 16. febrúar, til að svara ákærunum.
Athugasemdir
banner
banner