Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. febrúar 2017 21:46
Þorsteinn Haukur Harðarson
Meistaradeildin: PSG valtaði yfir Börsunga - Benfica vann Dortmund
Leikmenn PSG fögnuðu innilega í kvöld.
Leikmenn PSG fögnuðu innilega í kvöld.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld, þetta voru fyrri viðureignirnar. Óhætt er að segja að úrslit kvöldsins séu nokkuð óvænt.

PSG hreinlega valtaði yfir stórlið Barcelona þegar liðin mættust í Frakklandi í kvöld. Angel Di Maria kom heimamönnum á bragðið með marki beint úr aukaspyrnu á 18. mínútu og Julian Draxler bætti við marki skömmu fyrir hálfleik.

Di Maria skoraði svo annað markið sitt áður en Edison Cavani gulltryggði magnaðan 4-0 sigur PSG:

Franska liðið fer því með góða forystu í seinni leikinn á Spáni.

Þá vann Benfica nokkuð óvæntan 1-0 sigur gegn Dortmund en markamaskínan Konstantinos Mitroglou skoraði eina mark leiksins. Dortmund fékk tækifæri til að jafna skömmu síðar en Pierre Emerick Aubemeyang klikkaði úr vítaspyrnu.

Benfica 1 - 0 Borussia Dortmund
1-0 Konstantinos Mitroglou ('48 )
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('58 , Misnotað víti)

Paris Saint Germain 4 - 0 Barcelona
1-0 Angel Di Maria ('18 )
2-0 Julian Draxler ('40 )
3-0 Angel Di Maria ('55 )
4-0 Edinson Cavani ('71 )

Athugasemdir
banner
banner