Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. febrúar 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Mustafi: Getum slegið Bayern út
Mustafi er bjartsýnismaður.
Mustafi er bjartsýnismaður.
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn Shkodran Mustafi telur að Arsenal geti slegið Bayern München úr leik í Meistaradeildinni.

Arsenal hefur ekki vegnað vel í viðureignum sínum gegn Bæjurum í gegnum tíðina. Þýsku meistararnir fögnuðu 5-1 sigri þegar liðin áttust við 2015.

„Þetta verður rosalega erfiður leikur en við vitum að ef við náum fram okkar besta leik þá getum við unnið. Þetta einvígi gæti ráðist á smáatriðum," segir Mustafi.

Fyrri leikur Bayern München og Arsenal verður annað kvöld klukkan 19:45 en Þýskalandsmeistararnir verða án tveggja lykilmanna í þeim leik, vængmannsins Franck Ribery og miðvarðarins Jerome Boateng. Bæjarar vonast til þess að þeir verði báðir með í seinni leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner