Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. febrúar 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ospina verður líklegast í markinu gegn Bayern
Mynd: Getty Images
Ensku blöðin greina frá því að óánægja er innan herbúða Arsenal með ákvörðun Arsene Wenger um að tefla fram David Ospina á milli stanganna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Bayern annað kvöld.

Petr Cech er eini leikmaðurinn í hópi Arsenal sem hefur reynslu af því að vinna Meistaradeildina og var lykilmaður í fyrra er Arsenal sigraði Bayern 2-0 í riðlakeppninni.

Báðir markmenn hafa verið að standa sig vel á tímabilinu en Cech er reyndari og gefur varnarmönnum sínum meira öryggi. Wenger lofaði Ospina því að hann fengi að spila alla bikarleiki og ætlar ekki að ganga á bak orða sinna, enda vill hann ólmur halda kólumbíska markverðinum innan félagsins.

Arsenal heimsækir Bayern annað kvöld klukkan 19:45. Arsenal vann A-riðilinn á meðan Bayern endaði í 2. sæti D-riðils, eftir Atletico Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner