þri 14. febrúar 2017 15:30
Elvar Geir Magnússon
Özil sagður fá sérmeðferð hjá Wenger
Özil og Wenger á æfingasvæðinu.
Özil og Wenger á æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images
Daily Mail segir að pirringur hafi skapast í klefanum hjá Arsenal því leikmenn telji að þýski landsliðsmaðurinn Mesut Özil fái sérmeðferð frá knattspyrnustjóranum Arsene Wenger.

Wenger viðurkenndi eftir sigurinn gegn Hull á laugardag að sjálfstraustið hjá Özil sé í lægð um þessar mundir.

Einhverjir liðsfélagar Özil eru sagðir vera pirraðir yfir framlagi leikmannsins, sérstaklega í varnarleiknum þar sem hann virkar oft áhugalaus.

Þrátt fyrir nokkrar mjög slaka leiki að undanförnu hefur Özil haldið sæti sínu í liðinu og ku vera umræða um það inn í klefanum að hann fái sérmeðferð hjá Wenger sem myndi henda öðrum á bekkinn.

Wenger ræddi persónulega við Özil á föstudag samkvæmt Daily Mail en það skilaði ekki miklu í leiknum gegn Hull.

Annað kvöld leikur Arsenal fyrri leik sinn gegn Bayern München í Meistaradeildinni en ljóst er að enska liðið þarf að hafa Özil í gír til að auka möguleika sína á að komast áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner