Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. febrúar 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Souness: Ráðgáta með Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
„Það er svolítil ráðgáta að mínu mati af hverju þetta gekk ekki upp fyrir Gylfa Sigurðsson hjá Tottenham," segir Graeme Souness í viðtali við The Sunday Times.

Souness hefur starfað sem sparkspekingur síðan hann hætti sem knattspyrnustjóri Newcastle árið 2006 en hann var á sínum tíma bæði leikmaður og stjóri Liverpool.

Souness hefur eins og margir aðrir hrifist af frammistöðu Gylfa með Swansea að undanförnu.

Gylfi hefur skorað átta mörk á tímabilinu og lagt upp átta til viðbótar en Souness hefur bæst í hóp þeirra sem segja að hann geti spilað með toppliðunum á Englandi.

„Hann gæti auðveldlega spilað með liði í efri hluta úrvalsdeildarinnar. Swansea er heppið að hafa hann í sínum röðum og hann virðist vera ánægður þar," sagði Souness.
Athugasemdir
banner
banner
banner