Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 14. febrúar 2017 11:42
Elvar Geir Magnússon
Sutton: Rosaleg áhætta að halda í Ranieri
Það hvorki gengur né rekur hjá Leicester.
Það hvorki gengur né rekur hjá Leicester.
Mynd: Getty Images
Leicester City er að taka mikla áhættu með því að halda Claudio Ranieri sem knattspyrnustjóra. Þetta segir Chris Sutton, fyrrum sóknarmaður Blackburn.

Leicester hefur tapað fimm leikjum í röð og er aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Sögusagnir hafa verið í gangi um að Ranieri hafi „misst klefann" eins og það kallast. Samt sem áður sendi félagið út stuðningsyfirlýsingu í síðustu viku.

„Ég sé ekki hvernig Ranieri getur haldið starfinu. Ef liðið hefði endað í 12. sæti í fyrra væru allir að segja að hann ætti að taka pokann sinn. Fótboltinn er miskunnarlaus bransi. Leikmenn eru ekki að leggja sig fram fyrir hann," segir Sutton.

„Ég tel að þeir séu í risastórum vandræðum."

Ef Leicester fellur verður það í fyrsta sinn sem ríkjandi meistari fellur síðan Manchester City fór niður 1938. Liðið hefur ekki unnið deildarleik á árinu 2017 og í raun ekki skorað deildarmark.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner