Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. febrúar 2017 12:31
Elvar Geir Magnússon
Tveir Fjölnismenn til reynslu hjá Brann
Ísak Atli í leik með U17 landlsliðinu.
Ísak Atli í leik með U17 landlsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikmönnum Fjölnis, þeim Ísaki Atla Kristjánssyni og Torfa Tímoteus Gunnarssyni hefur verið boðið til reynslu hjá Norska úrvaldsdeildarliðinu Brann nú í lok febrúar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

Þeir félagar sem báðir eru fæddir 1999 eiga yfir 20 leiki með U-17 ára landsliði Íslands og hafa spilað flesta leiki Fjölnis í BOSE mótinu og Reykjavíkurmótinu á undirbúningstímabilinu sem nú er í gangi.

Þeir léku með Fjölni í gær þegar liðið tapaði 0-1 fyrir Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.

Til gamans má geta þess að Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis lék yfir 100 leiki með Brann á árunum 1995-1998.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner