banner
   þri 14. febrúar 2017 22:07
Elvar Geir Magnússon
U12 ára lið Barcelona vann Víkingaklappið
Víkingaklappið var tekið á hátíðinni í Mónakó.
Víkingaklappið var tekið á hátíðinni í Mónakó.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson voru í Mónakó í kvöld þar sem hin virtu Laureus verðlaun voru afhent.

Ísland var tilnefnt í tveimur flokkum. Íslenska landsliðið var tilnefnt í flokknum „Breakthrough of the Year" fyrir frammistöðuna ógleymanlegu á Evrópumótinu í Frakklandi. Formúlukappinn Nico Rosberg vann í þeim flokki.

Þá var Víkingaklappið sem leikmenn og stuðningsmenn tóku eftir sigurinn á Englandi tilnefnt í flokknum augnablik ársins. Þar var það U12 ára lið Barcelona sem vann verðlaunin en Börsungarnir ungu sýndu mikla háttvísi og hugguðu japanska andstæðinga sína eins og sjá má í myndbandi sem fylgir fréttinni.

Það þarf ekki að taka fram að Víkingaklappið var að sjálfsögðu tekið á athöfninni í Mónakó í kvöld.



Athugasemdir
banner
banner
banner