Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. febrúar 2017 19:23
Þorsteinn Haukur Harðarson
Usain Bolt: Get orðið jafn góður og Rooney
Usain Bolt er mikill áhugamaður um fótbolta.
Usain Bolt er mikill áhugamaður um fótbolta.
Mynd: Getty Images
Spretthlauparinn Usain Bolt virðist hafa mikla trú á knattspyrnuhæfileikum sínum eins og fram kom í viðtali á dögunum.

Bolt, sem kemur frá Jamaika, og hefur unnið til fjölda Ólympíuverðlauna í spretthlaupi, hefur áður viðrað þá hugmynd sína að fara að leika knattspyrnu með félagsliði og á næstunni mun hann fá að mæta á æfingar hjá þýska liðinu Borussia Dortmund.

„Ég spila oft fótbolta með vinum mínum og held ég sé frekar góður. Mig langar að sjá hvar ég stend gegn alvöru leikmönnum og ég tel að ég geti orðið mjög góður ef ég legg mikið á mig," sagði Bolt og bætti við.

„Ég er ekki að segja að ég verði besti fótboltamaður í heimi en ég gæti orðið mjög góður, svipaður og Wayne Rooney."
Athugasemdir
banner
banner
banner