mið 14. febrúar 2018 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin: Liverpool í Portúgal og stórslagur í Madrid
Hvað gerir Liverpool gegn Porto?
Hvað gerir Liverpool gegn Porto?
Mynd: Getty Images
Real Madrid fær PSG í heimsókn.
Real Madrid fær PSG í heimsókn.
Mynd: Getty Images
16-liða úrslitin í Meistaradeildinni halda áfram í kvöld þar sem Liverpool heimsækir Porto og Real Madrid leikur við PSG.

Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals og Tryggvi Guðmundsson markahrókur hafa undanfarin ár verið sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni og þeir verða þar áfram í ár.

Fótbolti.net kemur með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.



Sigurbjörn Hreiðarsson

Porto 2 - 2 Liverpool
Liverpool baneitraðir í hröðum upphlaupum en á móti hriplekir. Porto með mikla reynslu í keppninni en það hjálpar þeim bara í jafntefli að þessu sinni.

Real Madrid 3 - 2 PSG
Fer 3-2 í mögnuðum leik þar sem sóknarleikur verður í fyrrirúmi. Real búnir að bíða eftir að keppnin byrji aftur og PSG ógnasterkir, verður eitthvað.

Tryggvi Guðmundsson

Porto 2 - 1 Liverpool
Ætla að vera nokkuð djarfur hér og spá Porto sigri. Grunar að léttleikandi lið Porto fari mikið upp kantana á bakverði Liverpool og negli menn á Salah og Firminho. 2-1 fyrir Porto en afskaplega mikilvægt útivallamark Liverpool engu að síður.

Real Madrid 2 - 1 PSG
Úff hér mætast tvö lið stútfull af stórum nöfnum. Hreinn og beinn 1X2 leikur á getraunaseðlinum góða en ég hallast á heimasigur og mun alls ekki missa hökuna í gólfið ef Ronaldo skori mark.

Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson

Porto 1 - 2 Liverpool
Liverpool hefur skorað 23 mörk í Meistaradeildinni í vetur og liðið nær að bæta tveimur við í kvöld. Firmino og Mane skora mörkin. Þrátt fyrir góða frammistöðu Karius í markinu þá ná heimamenn einu marki.

Real Madrid 2 - 1 PSG
Við fáum flottan leik í Madrid. Sögurnar um að Neymar sé á leið til Real Madrid í framtíðinni trufla Brasilíumanninn og hann nær sér ekki á strik á Santiago Bernabeu. Real vinnur nauman sigur og pressan á Zidane minnkar í nokkra daga.


Staðan í Meistaraspánni:
Fótbolti.net 2
Sigurbjörn 1
Tryggvi 1
Athugasemdir
banner
banner