mið 14. febrúar 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Barcelona ræður starfsfólk til að hjálpa Dembele
Dembele hefur ekki farið af stað með flugi á Spáni.
Dembele hefur ekki farið af stað með flugi á Spáni.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur ákveðið að ráða starfsfólk til að hjálpa Ousmane Dembele að komast á skrið með liðinu. Hinn tvítugi Dembele kom til Barcelona frá Borussia Dortmund síðastliðið sumar fyrir upphæð sem gæti endað á að verða 135 milljónir punda.

Dembele átti að fylla skarð Neymar en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum á þessu tímabili.

Dembele kom inn á sem varamaður í síðasta leik gegn Getafe og Barcelona hefur nú ráðið starfsfólk til að hjálpa honum með lífið á Spáni.

Barcelona hefur ráðið einkakokk sem sér um að elda ofan í Dembele. Barcelona hefur einnig ráðið sérstakan öryggisvörð til starfa en hann vaktar heimili leikmannsins.

Þá hafa læknar og sjúkraþjálfarar kíkt reglulega í heimsókn til Dembele undanfarna mánuði til að hjálpa honum eftir meiðslin. Forráðamenn Börsunga vonast til að þetta allt hjálpi Dembele að komast í gang á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner