Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 14. febrúar 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cahill sendir Mason kveðju: Ég er miður mín
Fékk skelfilegt höfuðhögg.
Fékk skelfilegt höfuðhögg.
Mynd: Getty Images
Ryan Mason, miðjumaður Hull City, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna höfuðkúpubrots sem hann hlaut fyrir þrettán mánuðum síðan, í leik gegn Chelsea.

Þessi 26 ára leikmaður lenti þá í harkalegum árekstri við Gary Cahill.

Mason var ákveðinn í að snúa aftur á fótboltavöllinn en opinberaði í gærmorgun að eftir að hafa leitað ráðgjafar hjá lækni hafi hann ekki átt aðra kosti en að hætta í fótboltanum.

Cahill, varnarmaður Chelsea, sem lenti í árekstri við Mason hefur sent honum hjartnæma kveðju.

„Ég er miður mín eftir fréttir dagsins af Ryan," sagði Cahill.

„Að reyna að vinna skalla eftir hornspyrnu er eitthvað sem við höfum gert þúsund sinnum og að sjá þessar afleiðingar fyrir atvinnumann eins og Ryan eru sorgarfréttir."

„Ég sendi alla mína ást og hlýju á Ryan og fjölskyldu hans, og ég óska honum alls hins besta í framtíðinni."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner