Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. febrúar 2018 20:33
Elvar Geir Magnússon
Kínagullið ekki að heilla Aspas
Brotið á Iago Aspas.
Brotið á Iago Aspas.
Mynd: Getty Images
Iago Aspas, sóknarmaður Celta Vigo, hefur engan áhuga á því að yfirgefa félagið þrátt fyrir áhuga kínverska félagsins Beijing Guoan.

Þessi þrítugi leikmaður er með 40 milljóna evra riftunarákvæði hjá spænska félaginu.

Aspas reynir að tryggja sér farseðilinn með spænska landsliðinu á HM í Rússlandi og veit að möguleikar hans á því eru mun meiri hjá Celta Vigo en í Kína.

Beijing Guoan reyndi áður að fá annan sóknarmann Celta Vigo, Maxi Gomez, en sá úrúgvæski ákvað að vera áfram á Estadio Balaidos.

Celta Vigo er í níunda sæti spænsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner