Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. febrúar 2018 21:36
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Geggjaðir drekabanar frá Liverpool - Ronaldo setti tvö
Liverpool sýndi magnaða frammistöðu í fyrsta leik sínum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í níu ár.
Liverpool sýndi magnaða frammistöðu í fyrsta leik sínum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í níu ár.
Mynd: Getty Images
Ronaldo og Neymar í leiknum í kv0ld.
Ronaldo og Neymar í leiknum í kv0ld.
Mynd: Getty Images
Liverpool sýndi geggjaða frammistöðu á Drekavöllum og í stórleiknum í Madríd unnu heimamenn í Real Madrid með mörkum seint í leiknum. Leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni var að ljúka.

Ekkert á að geta komið í veg fyrir að Liverpool verði í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin eftir 5-0 útisigur gegn Porto í Portúgal.

Sadio Mane kom Liverpool yfir með skoti sem Jose Sa í marki Porto átti að verja en gerði kjánaleg mistök. Mohamed Salah bætti öðru marki við af stuttu færi og Mane skoraði svo aftur, að þessu sinni eftir að frákast datt til hans.

Firmino átti frábæran leik og skoraði fjórða mark Liverpool, mark sem hann átti svo sannarlega skilið. Sadio Mane innsiglaði þrennu sína fyrir leikslok, úrslitin 5-0 en seinni leikurinn verður á Anfield 6. mars.

Meistarar síðustu tveggja ára í Meistaradeildinni, Real Madrid, tóku á móti Paris Saint-Germain, franska toppliðinu. Eftir flottan undirbúning Edinson Cavani og Neymar datt boltinn til miðjumannsins Adrien Rabiot í teignum og hann kom PSG yfir.

Rétt fyrir hálfleik jafnaði Real Madrid eftir að Giovani lo Celso braut á Toni Kroos og vítaspyrna var dæmd. Cristiano Ronaldo fór á punktinn og þó leysigeislum hafi verið beint á augu hans úr stúkunni tókst honum að skora 100 Meistaradeildarmark sitt fyrir Real Madrid.

Nokkrum mínútum fyrir leikslok kom svo 101. markið en Ronaldo skoraði þá annað mark sitt þegar boltinn barst til hans í teignum eftir vörslu Alphonse Areola. Heimamenn voru ekki hættir og Marcelo bætti stöðuna enn frekar áður en flautað var af.

3-1 sigur Real Madrid á heimavelli og liðin mætast aftur í París þann 6. mars.

Porto 0 - 5 Liverpool
0-1 Sadio Mane ('25 )
0-2 Mohamed Salah ('29 )
0-3 Sadio Mane ('53 )
0-4 Roberto Firmino ('70 )
0-5 Sadio Mane ('85 )

Real Madrid 3 - 1 Paris Saint Germain
0-1 Adrien Rabiot ('33 )
1-1 Cristiano Ronaldo ('45 , víti)
2-1 Cristiano Ronaldo ('83 )
3-1 Marcelo ('87 )
Athugasemdir
banner
banner
banner