Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 14. febrúar 2018 21:44
Elvar Geir Magnússon
Milner óvæntur stoðsendingakóngur
James Milner.
James Milner.
Mynd: Getty Images
James Milner hefur farið hamförum í stoðsendingum í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Enginn leikmaður hefur lagt upp fleiri mörk í keppninni á þessu tímabili!

Liverpool hefur haldið nokkrar flugeldasýningar í keppninni og ein slík kom í kvöld þegar liðið vann 5-0 sigur gegn Porto í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Milner fór illa með andstæðinga sína í leiknum og honum héldu engin bönd.

Hann er nú orðinn stoðsendingahæstur í deildinni með sex mörk. Aðeins Firmino (11) hefur lagt upp fleiri mörk af leikmönnum Liverpool en Milner (8) þegar horft er á alla leiki.

Milner hefur verið í herbúðum Liverpool frá 2015 þegar hann kom frá Manchester City.


Athugasemdir
banner
banner
banner