Víkingur 1 - 4 Breiðablik
1-0 Dofri Snorrason ('4)
1-1 Ellert Hreinsson ('63)
1-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('79)
1-3 Sverrir Ingi Ingason ('82, víti)
1-4 Hjalti Már Hauksson ('88, sjálfsmark)
1-0 Dofri Snorrason ('4)
1-1 Ellert Hreinsson ('63)
1-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('79)
1-3 Sverrir Ingi Ingason ('82, víti)
1-4 Hjalti Már Hauksson ('88, sjálfsmark)
Fyrri leik kvöldsins í Lengjubikar karla var að ljúka en þá vann Breiðablik sigur á Víkingum í Egilshöll.
Víkingar komust yfir strax í byrjun leiksins þegar Dofri Snorrason slapp einn í gegn og lyfti boltanum yfir Gunnleif Gunnleifsson í marki Breiðabliks.
Blikar voru sterkari aðilinn á vellinum í leiknum í kvöld og náðu að jafna metin eftir klukkutíma leik, það gerði Ellert Hreinsson í kjölfar hornspyrnu.
Elfar Árni Aðalsteinsson taldi sig hafa komið Blikum yfir á 78. mínútu þegar hann lék á Ingvar Kale markvörð Breiðabliks og setti boltan í markinu. Blikar fögnuðu markinu vel en Guðmundur Árslæll dómari ráðfærði sig við Birki Sigurðarson línuvörð og dæmdi markið af þar sem boltinn fór í hönd Elfars Árna.
Húsvíkingurinn lét það ekkert slá sig út af laginu og mínútu síðar skoraði hann löglegt mark þegar hann tók góðan snúning í teignum og skoraði með föstu skoti. Þremur mínútum eftir það fiskaði Elfar Árni vítaspyrnu þegar Ingvar braut á honum. Sverrir Ingi Ingason fór á punktinn og skoraði af öryggi.
Í lokin varð varnarmaðurinn Hjalti Már Hauksson svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og 1-4 sigur Breiðabliks staðreynd. Hér að neðan eru myndir úr leiknum.
Athugasemdir