Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. mars 2013 21:23
Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarinn: Breiðablik vann Víkinga (Myndir)
Elfar Árni skoraði annað Breiðabliks, mínútu eftir að mark var dæmt af honum.
Elfar Árni skoraði annað Breiðabliks, mínútu eftir að mark var dæmt af honum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur 1 - 4 Breiðablik
1-0 Dofri Snorrason ('4)
1-1 Ellert Hreinsson ('63)
1-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('79)
1-3 Sverrir Ingi Ingason ('82, víti)
1-4 Hjalti Már Hauksson ('88, sjálfsmark)

Fyrri leik kvöldsins í Lengjubikar karla var að ljúka en þá vann Breiðablik sigur á Víkingum í Egilshöll.

Víkingar komust yfir strax í byrjun leiksins þegar Dofri Snorrason slapp einn í gegn og lyfti boltanum yfir Gunnleif Gunnleifsson í marki Breiðabliks.

Blikar voru sterkari aðilinn á vellinum í leiknum í kvöld og náðu að jafna metin eftir klukkutíma leik, það gerði Ellert Hreinsson í kjölfar hornspyrnu.

Elfar Árni Aðalsteinsson taldi sig hafa komið Blikum yfir á 78. mínútu þegar hann lék á Ingvar Kale markvörð Breiðabliks og setti boltan í markinu. Blikar fögnuðu markinu vel en Guðmundur Árslæll dómari ráðfærði sig við Birki Sigurðarson línuvörð og dæmdi markið af þar sem boltinn fór í hönd Elfars Árna.

Húsvíkingurinn lét það ekkert slá sig út af laginu og mínútu síðar skoraði hann löglegt mark þegar hann tók góðan snúning í teignum og skoraði með föstu skoti. Þremur mínútum eftir það fiskaði Elfar Árni vítaspyrnu þegar Ingvar braut á honum. Sverrir Ingi Ingason fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Í lokin varð varnarmaðurinn Hjalti Már Hauksson svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og 1-4 sigur Breiðabliks staðreynd. Hér að neðan eru myndir úr leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner