Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 14. mars 2018 11:33
Magnús Már Einarsson
Albert Guðmunds: Með hæfileikana frá pabba og hnén frá mömmu
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristbjörg Ingadóttir og Albert Guðmundsson.
Kristbjörg Ingadóttir og Albert Guðmundsson.
Mynd: .
Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven, er í viðtali á vefsíðunni Elf voetbal í Hollandi þar sem hann ræðir meðal annars um móður sína og föður.

Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts, átti farsælan feril og móðir hans Kristbjörg Ingadóttir var einnig öflugur leikmaður.

„Mamma mín gat líka sparkað vel í bolta en hún þurfti að hætta þegar hún var 22 ára og ólétt af mér. Hún var öðruvísi fótboltamaður en ég og faðir minn. Hún var vinnusöm týpa eins og Dirk Kuyt," sagði Albert.

Gummi Ben átti farsælan feril á Íslandi en hnémeiðsli settu þó stórt strik í reikninginn á ferli hans. Albert vonast til að lenda ekki í samskonar meiðslum.

„Auðvitað kemur þetta stundum upp í huga mín. Mamma mín grínast oft með þetta en hún segir að ég sé með hnén frá henni," sagði Albert.

„Hingað til hef ég ekki meiðst alvarlega og aldrei meiðst á né. Vonandi heldur það svoleiðis áfram."

Albert hefur oft spilað frammi eða sem sóknarsinnaður miðjumaður líkt og faðir hans gerði á ferlinum. „Þú gætir sagt að ég sé með hnéin frá móður minni og fótboltahæfileikana frá föður mínum."

Albert Guðmundsson, langafi Alberts, var fyrsti íslenski atvinnumaðurinn.

„Allir á Íslandi vita hver hann var og allir þekkja hans sögu. Allir tala mjög jákvætt um hann. Hann er sagður vera besti leikmaður sem Ísland hefur átt. Íslenski Johan Cruyff? Þú gætir sagt það held ég," sagði Albert.

Albert raðaði inn mörkum með íslenska landsliðinu í Indónesíu í janúar og líklegt er að hann verði í landsliðshópnum fyrir komandi vináttuleiki gegn Mexíkó og Perú en hópurinn verður opinberaður á föstudaginn.

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Albert í heild á hollensku
Athugasemdir
banner
banner
banner