Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 14. mars 2018 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búnir að ræða um úrslitaleik Sevilla og Roma
Montella stýrði Sevilla til sigurs gegn Man Utd í gær.
Montella stýrði Sevilla til sigurs gegn Man Utd í gær.
Mynd: Getty Images
Eusebio Di Francesco, þjálfari Roma, vonast til að forðast Sevilla þegar dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á föstudaginn þar sem hann og vinur hans, Vincenzo Montella eru búnir að ræða um að mætast í úrslitaleiknum.

Roma sló út Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í gær á meðan Sevilla gerði sér lítið fyrir og vann Manchester United.

Sjá einnig:
Meistaradeildin: Of lítið, of seint hjá Man Utd

Þessi lið verða bæði í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit en vonast til að forðast hvort annað.

„Ég talaði við Vincenzo Montella og okkar markmið er að mætast í úrslitaleiknum," sagði Di Francesco eftir sigur Roma í gær.

„Að öllu gríni slepptu verðum við að leyfa okkur að dreyma og sýna metnað. Mér er sama hvaða liði við mætum."
Athugasemdir
banner
banner