Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. mars 2018 23:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Ben: Fabregas að hlaupa eins og ég í dag!
Fabregas var afskaplega slappur í dag.
Fabregas var afskaplega slappur í dag.
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas ætlaði að láta Lionel Messi „líða óþægilega" í leik Barcelona og Chelsea í kvöld. Honum tókst það hins vegar ekki, hann var svo langt frá því!

„Ef ég er það heppinn að fá að spila þá verðum við Messi vissulega nálægt hvor öðrum á vellinum. Það er erfitt að stöðva hann en ég mun gera allt til að reyna að fá honum til að líða óþægilega svo hann geti ekki framkallað fullkomna frammistöðu," sagði Fabregas í viðtali fyrr í vikunni.

Messi var langbesti maður vallarins og Fabregas var einn af þeim slökustu, ef ekki sá slakasti.

Messi fór illa með Fabregas sem virtist nenna litlu. Í öðru marki Börsunga missir Fabregas boltann til Messi sem gefur svo á Dembele sem skorar. Í þriðja marki Barcelona og öðru marki Messi tapar Chelsea boltanum og Barcelona refsar. Luis Suarez fær mikinn tíma á boltanum en Fabregas er sá leikmaður sem er næst honum.

Í staðinn fyrir að reyna að vinna boltann af Suarez ákveður Fabregas að hægja á sér og skammast frekar í liðsfélögum sínum.

Þetta vakti hörð viðbrögð í Meistaradeildarmörkunum eftir leikinn þar sem Fabregas var gagnrýndur.

„Þetta eru vandræðaleg viðbrögð," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, en hann var í settinu ásamt Guðmuni Benediktssyni og Hjörvari Hafliðasyni.

„Fabregas sýnir bara engan vilja í að hlaupa til baka og reyna að ná honum og stoppa sóknina."

Hann er að hlaupa eins og ég í dag!" sagði Gummi Ben svo þegar annað mark Barcelona var sýnt.

Fabregas var afskaplega hægur til baka og sýndi lítinn vilja eins og Jói Kalli segir réttilega.





Athugasemdir
banner
banner