Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. mars 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Gunnar Jarl verður sérfræðingur í Pepsi-mörkunum
Gunnar Jarl Jónsson.
Gunnar Jarl Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Jarl Jónsson hefur bæst í hóp álitsgjafa í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport.

Gunnar Jarl ákvað síðastliðið haust að leggja flautuna á hilluna en hann hefur verið valinn sex sinnum besti dómarinn í Pepsi-deildinin á síðustu átta árum.

Hörður Magnússon er áfram umsjónarmaður þáttarins en álitsgjafarnir verða sex talsins og verða kynntir í vikunni.

Freyr Alexandersson og Indriði Sigurðsson hafa einnig verið kynntir sem sérfræðingar undanfarna daga.

Í dag var hins vegar tilkynnt að Hjörvar Hafliðason hefur ákveðið að stíga til hliðar sem einn af sérfræðingum þáttarins.

Boðaðar hafa verið að miklar breytingar verði á þættinum, meðal annars þegar kemur að grafík og leikgreiningum.




Athugasemdir
banner