Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. mars 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Jói Berg fer yfir HM: Stríðum öllum ef við spilum okkar leik
94 dagar í fyrsta leik Íslands á HM
Icelandair
Jóhann stingur Mario Mandzukic af.  Þeir mætast enn einu sinni á HM í sumar.
Jóhann stingur Mario Mandzukic af. Þeir mætast enn einu sinni á HM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta verður mjög erfitt. Riðillinn sem við fengum er mjög erfiður," sagði íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson þegar Fótbolti.net fékk hann til að rýna í riðil Íslands fyrir HM í Rússlandi í sumar.

Ísland verður í D-riðli á HM með Argentínu, Nígeríu og Króatíu.

„Argentína er lið sem við vildum fá. Við vildum fá Brasilíu, Argentínu eða einhverja svona þjóð sem er gaman að spila á móti," sagði Jóhann.

„Að fá Króata aftur var ekkert sérstakt. Það hjálpar samt mikið að við unnum þá í síðasta leik. Það gefur okkur mikið eftir að hafa átt í erfiðleikum með þá undanfarin ár."

„Nígería er sterkasta liðið úr fjórða styrkleikaflokki myndi ég halda en ég er ekki hræddur við þá. Ég hef lítið séð af Afríkuþjóðum spila og ég veit ekki alveg við hverju má búast en þeir eru með góða og reynslumikla leikmenn."


Spenntur að mæta þjóðum utan Evrópu
Ísland er að fara í fyrsta skipti á HM og fær að spreyta sig gegn tveimur þjóðum utan Evrópu í riðlakeppninni.

„Það er mjög gaman og eitthvað sem maður vill prófa. Maður er vanur því að spila á móti Evrópuþjóðunum og það er gaman að prófa eitthvað nýtt. Það er gaman að sjá hvernig þessi lið fúnkera og hvernig við fúnkerum á móti þessum liðum. Við höfum sýnt að við getum staðið okkur vel gegn þessum evrópsku þjóðum en kannski er eitthvað öðruvísi sem hinar þjóðirnar koma með. Að sama skapi held ég að við séum að fara að stríða öllum þjóðum í heiminum ef við spilum okkar leik."

„Eigum ekki að fara hræddir inn í Argentínu leikinn"
Fyrsti leikurinn er gegn Argentínu í Moskvu þann 16. júní og Jóhann er hvergi smeykur við það.

„Menn verða auðvitað stressaðir og spenntir og það fara fullt af tilfinningum í gengum mann en það var líka þannig í fyrsta leik á EM þar sem við mættum Portúgal sem vann EM. Við eigum ekki að fara hræddir inn í þennan Argentínu leik. Á pappírunum eru þeir með miklu sterkara lið en við og besta fótboltamann í heimi," sagði Jói.

„Það verður gaman að fara inn í þann leik og vera þannig séð pressulausir. Það er enginn að fara að búast við neinu af Íslandi á móti Argentínu nema við sjálfir. Það er best að hafa það þannig. Við vitum að þetta verður erfiður leikur og við þurfum að verjast megnið af leiknum. Við gerðum það líka á móti Portúgal og náðum jafntefli og vonandi getum við strítt Argentínu," sagði Jói að lokum.

Sjá einnig:
Jói Berg: Það eru margir sem fíla Ísland í dag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner