Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. mars 2018 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn B-deild: Afturelding vann í níu marka leik
Afturelding náði að knýja fram sigur. Það hefur verið mikið skorað í leikjum liðsins í Lengjubikarnum.
Afturelding náði að knýja fram sigur. Það hefur verið mikið skorað í leikjum liðsins í Lengjubikarnum.
Mynd: Raggi Óla
Alexander Aron var með tvennu.
Alexander Aron var með tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 5 - 4 Þróttur V.
1-0 Alexander Aron Davorsson ('11)
2-0 Alexander Aron Davorsson ('28)
2-1 Ragnar Þór Gunnarsson ('29)
2-2 Elvar Freyr Arnþórsson ('40)
2-3 Ragnar Þór Gunnarsson ('46)
2-4 Viktor Smári Segatta ('63)
3-4 Jason Daði Svanþórsson ('65)
4-4 Elvar Ingi Vignisson ('71, víti)
5-4 Elvar Ingi Vignisson (82, víti)
Rautt spjald: Ragnar Þór Gunnarsson, Þróttur V. ('73)

Afturelding bar sigurorðið af Þrótti Vogum í B-deild Lengjubikarsins í Mosfellsbæ á þessu miðvikudagskvöldi.

Afturelding byrjaði vel og komst í 2-0 með tveimur mörkum frá Alexanderi Aroni Davorssyni, sem var einmitt spilandi aðstoðarþjálfari hjá Þrótturum í fyrra.

Þróttarar svöruðu vel og voru búnir að jafna fyrir hlé í 2-2. Þegar komið var fram í miðjan seinni hálfleikinn var staðan breytt, gestirnir í Þrótti komnir yfir og í 4-2.

En Afturelding gafst ekki upp og nokkrum mínútum síðar var staðan aftur orðin jöfn, 4-4.

Elvar Ingi Vignisson jafnaði fyrir Aftureldingu úr vítaspyrnu en hann gerði svo sigurmarkið, einnig úr vítaspyrnu og flott endurkoma Aftureldingar staðreynd í kaflaskiptum leik. Ragnar Þór Gunnarsson, framherji Þróttar, fékk sitt annað gula spjald á 73. mínútu.

Lokatölur 5-4 í fjörugum leik í Mosfellsbæ í kvöld. Þetta var annar sigur Mosfellinga í Lengjubikarnum og er liðið nú á toppi riðils 3 í B-deildinni. Þróttur Vogum hefur einnig unnið tvo leiki en liðið hefur leikið einum leik meira en Afturelding.
Athugasemdir
banner
banner