Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. mars 2018 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Mögnuð endurkoma Ólafsvíkinga
Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara.
Ejub Purisevic, þjálfari Ólsara.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fjölnir 2 - 3 Víkingur Ó.
1-0 Birnir Snær Ingason ('22)
2-0 Anton Freyr Ársælsson ('70)
2-1 Gonzalo Zamorano Leon ('77)
2-2 Gonzalo Zamorano Leon ('84, víti)
2-3 Gonzalo Zamorano Leon ('88)

Víkingur Ólafsvík vann hreint út sagt ótrúlegan sigur á Fjölni í Lengjubikar karla í kvöld.

Birnir Snær Ingason kom Fjölni yfir á 22. mínútu og þegar 20 mínútur voru til leiksloka virtist Anton Freyr Ársælsson hjálpa Fjölnismönnum að fara langleiðina í átt að sigri.

En þá vöknuðu Ólsarar til lífsins. Gonzalo Zamorano Leon minnkaði muninn á 77. mínútu og jafnaði nokkrum mínútum síðar úr vítasyrnu. Hann fullkomnaði svo þrennu sína og tryggði ótrúlegan sigur Víkings Ólafsvíkur með marki á 88. mínútu!

Magnaður sigur hjá Víkingi Ó. en þetta er annar sigur liðsins í Lengjubikarnum og er liðið nú með sjö stig, líkt og Fjölnir.
Athugasemdir
banner
banner
banner