Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. mars 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Magnús Björgvins í KFG (Staðfest)
Mynd: KFG
Sóknarmaðurinn eldfljóti Magnús Björgvinsson hefur gengið til liðs við KFG í 3. deildinni.

Hinn þrítugi Magnús hefur leikið með Grindavík síðan árið 2011 en hann yfirgaf félagið í vetur.

Magnús er uppalinn hjá Stjörnunni en hann hefur einnig leikið með Haukum á ferli sínum.

Samtals hefur Magnús skorað 44 mörk í 196 deildar og bikarleikjum á ferlinum en hann hefur bæði spilað á kantinum og sem fremsti maður.

KFG fékk reynsluboltann Veigar Pál Gunnarsson í sínar raðir á dögunum og því hefur framlína liðsins styrkst mikið í vetur.

KFG er með sex stig eftir þrjá leiki í B-deild Lengjubikarsins en liðið burstaði Augnablik 6-1 um síðustu helgi.

Næsti leikur KFG er gegn Vestra á Samsungvellinum á sunnudag en Magnús er löglegur í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner