Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. mars 2018 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi klobbaði Courtois aftur í 100. markinu
Mynd: Getty Images
Lionel Messi blés til sýningu þegar Barcelona sló Chelsea úr leik í Meistaradeildinni í kvöld.

Messi var allt í öllu, líkt og svo oft áður.

Hann skoraði fyrsta markið þegar tvær mínútur og átta sekúndur voru búnar af leiknum. Þá klobbaði hann Thibaut Courtois, markvörð Chelsea, úr afar þröngu færi.

Þess má geta að þetta er fljótasta mark Messi á ferlinum.

Messi skoraði svo þriðja mark Barcelona en það var hans 100. mark í Meistaradeildinni. Hann fagnaði þessum áfanga með því að klobba Courtois í annað sinn í leiknum.

Cristiano Ronaldo er markahæstur í sögu Meistaradeildarinnar með 117 mörk en það tók Messi færri tilraunir að komast upp í 100.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner