Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 14. mars 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir ekki nóg fyrir Iheanacho „að spila 20 mínútur"
Mynd: Getty Images
Landliðsþjálfari Nígeríu, Þjóðverjinn Gernot Rohr, hefur áhyggjur af stöðu mála hjá sóknarmanninum Kelechi Iheanacho.

Iheanacho var keyptur til Leicester síðasta sumar og var búist við það hann yrði í nokkuð stóru hlutverki. Annað hefur hins vegar komið á daginn og hefur hann mikið þurft að sitja á bekknum.

Hann spilaði hálftíma um helgina í 4-1 sigri á West Brom og skoraði þá sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir Leicester. Iheanacho hefur aðeins byrjað þrjá deildarleiki í vetur.

Landsliðsþjálfarinn kallar eftir meiri spiltíma, en Iheanacho kemur til með að vera í stóru hlutverki á HM í sumar þar sem Nígería er í riðli með Argentínu, Króatíu og Íslandi.

„Kelechi er að standa sig mjög vel. Ég er í sambandi við þjálfara hans, Claude Puel, hann er vinur minn," sagði Rohr við Goal.com.

„Hann verður að fara að spila meira, það er ekki nóg að spila 20 mínínútur jafnvel þó að hann skori."

Hinn 21 árs gamli Iheanacho á 13 landsleiki fyrir Nígeríu, en í þeim hefur hann skorað átta mörk.
Athugasemdir
banner
banner