mið 14. mars 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
West Ham setur stuðningsmenn lífstíðarbann
Mark Noble hrindir einum af áhorfendunum sem komu inn á völlinn á laugardag.
Mark Noble hrindir einum af áhorfendunum sem komu inn á völlinn á laugardag.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur staðfest að þeir áhorfendur sem komu hlaupandi inn á völlinn í 3-0 tapinu gegn Burnley á laugardaginn hafi verið settir í lífstíðarbann frá heimaleikjum liðsins.

Fjórum sinnum í leiknum komu áhorfendur hlaupandi inn á og trufluðu leikinn. Mark Noble, fyrirliði West Ham, brást illa við í eitt skipti og hrinti áhorfanda.

Áhorfendurnir voru með þessu að mótmæla eignarhaldi David Sullivan og David Gold á West Ham og þeirri ákvörðun félagins að flytja á Ólympíuleikvanginn í London.

Sullivan var sjálfur grýttur með smámynt í stúkunni og hann þurfti á endanum að flýtja.

Meðal þeirra sem komu hlaupandi inn á var hinn 61 árs gamli Paul Colborne en hann tók hornfánann og setti hann á miðju vallarins. Colborne hefur mætt á leiki West Ham í 49 ár en þarf nú frá að hverfa þar sem hann er kominn í bann.
Athugasemdir
banner
banner
banner