Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. mars 2018 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wright: Guardiola myndi gera það sama hjá Man Utd
Pep Guardiola er að gera flotta hluti með Man City.
Pep Guardiola er að gera flotta hluti með Man City.
Mynd: Getty Images
Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal, er á því máli að Pep Guardiola myndi gera Manchester United að jafngóðu liði og Manchester City ef hann fengi tækifæri til þess.

Jose Mourinho, stjóri Man Utd, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að United féll úr leik gegn Sevilla í Meistaradeildinni í gær.

Á meðan gengur allt í blóma á hinum endanum í borginni þar sem Pep Guardiola er við stjórn.

„Ef þessi tvö lið (Man Utd og Man City) mætast með sinn sterkasta mannskap þá væri það rosalegur leikur," sagði Wright í umræðuþætti Sky Sports í gær.

„Þegar þú lítur á City liðið, þá eru allir leikmennirnir á sömu bylgjulengd. Man Utd er með eins og góða leikmenn og City en þeir eru ekki að vinna saman sem ein heild."

„Ef félögin myndu skipta um stjóra, þá myndi United gera það nákvæmlega sama og City er að gera vegna þess að United er með þannig leikmenn sem Pep vill vinna með."
Athugasemdir
banner
banner
banner