Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. apríl 2014 15:55
Elvar Geir Magnússon
Andrés Már í Fylki (Staðfest)
Andrés Már í leik með Fylki.
Andrés Már í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Andrés Már Jóhannesson skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við Fylki.

Andrés kemur frá Haugesund en hann lék með Fylki á láni hluta af síðustu leiktíð.

Hann er uppalinn Fylkismaður en hann hefur leikið 97 leiki fyrir félagið í efstu deild, þann fyrsta árið 2005. Andrés gekk til liðs við Haugesund í Noregi haustið 2011 eftir að hafa spilað frábærlega með Fylki.

Hann lék 17 leiki í efstu deild árin 2011 og 2012, en lenti í erfiðum meiðslum og lék ekkert með liðinu árið 2013. Hann var síðan lánaður til Fylkis í fyrra þar sem hann lék 10 deildarleiki og skoraði 4 mörk og var einn besti leikmaður liðsins.

Þá hefur Andrés leikið 11 leiki með U-21 árs landsliðinu og 3 leiki fyir U-19 ára landsliðið.
Andrés er að jafna sig af meiðslum og missir líklega af upphafi Íslandsmótsins. Hann fór með Fylki í æfingaferð til Spánar nýlega þar sem hann var í endurhæfingu.

„Koma Andrés eru frábær tíðindi fyrir Fylkismenn og verður hann klárlega einn af lykilmönnum liðsins í sumar, en Andrés er afar fjölhæfur leikmaður og getur leyst flestar stöður á vellinum," segir á fylkismenn.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner