Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. apríl 2014 19:38
Ívan Guðjón Baldursson
Ensk lið hafa áhuga á Federico Viviani
Federico Viviani hefur borið fyrirliðaband U21 árs landsliðs Ítalíu en á eftir að spila fyrir A-landsliðið
Federico Viviani hefur borið fyrirliðaband U21 árs landsliðs Ítalíu en á eftir að spila fyrir A-landsliðið
Mynd: Getty Images
Federico Viviani er 22 ára miðjumaður sem gæti verið á leið í ensku Úrvalsdeildina samkvæmt umboðsmanni sínum.

Viviani kom upp gegnum uppeldisstarf AS Roma og hefur staðið sig gríðarlega vel á láni hjá B-deildar liðinu Latina þar sem hann hefur vakið mikla athygli.

,,Federico er mjög ánægður á þessari stundu, honum gengur vel hjá Latina og fékk að bera fyrirliðabandið fyrir ítalska U21 árs landsliðið," sagði Giovanni Ferro, umboðsmaður Viviani, við calciomercato.com.

,,Þetta er mikilvægt tímabil fyrir hann og er nú á ratsjá hjá mörgum virtum félögum.

,,Ég mun fljúga til Englands á næstunni. Ég vil ekki nefna félagið sem ég mun heimsækja, en við sjáum bara til hvað gerist.

,,Þegar ég sný aftur frá Englandi mun ég ræða við stjórnendur Roma og láta þá vita af öllum tilboðum og við munum vinna að framtíðaráformum útfrá því."


Genoa og Dynamo Moscow eru meðal liða sem vilja Viviani í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner