Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. apríl 2014 13:28
Magnús Már Einarsson
FH notaði ólöglegan mann - Tveir leikir í 8-liða breytast
Ólafur Páll var ólöglegur gegn Fjölni.
Ólafur Páll var ólöglegur gegn Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breytingar hafa orðið á 8-liða úrslitum í Lengjubikar karla eftir að í ljós kom að FH notaði ólöglegan leikmann í 3-2 sigrinum gegn Fjölni.

Ólafur Páll Snorrason átti að vera í leikbanni í þeim leik eftir að hafa fengið þrjú gul spjöld í Lengjubikarnum.

Ólafur Páll spilaði hins vegar leikinn sem þýðir að Fjölnir sigrar leikinn 3-0.

Þetta hefur miklar breytingar í för með sér en Þór endaði fyrir ofan FH í riðli tvö eftir þessi úrslit.

FH mætir nú Stjörnunni og Þór mætir Keflavík en ekki öfugt. Fyrir breytingu átti FH að mæta Keflavík og Stjarnan að leika við Þór.

Hér að neðan má sjá nýja leikjaniðurröðun fyrir 8-liða úrslitin.

Lengjubikar karla - 8-liða úrslit:
Þór - Keflavík (Boginn) - 18:00 á miðvikudag
Stjarnan - FH (Samsung völlurinn) - 19:00 á miðvikudag
Breiðablik - Víkingur R. (Fífan) - 19:00 á miðvikudag
KR - Fylkir (KR-völlur) - 13:00 á fimmtudag
Athugasemdir
banner
banner
banner