Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 14. apríl 2014 15:30
Elvar Geir Magnússon
Forráðamenn Arsenal ósáttir við miðafjölda
Wembley leikvangurinn.
Wembley leikvangurinn.
Mynd: Getty Images
Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Arsenal, er ekki sáttur við hvernig enska knattspyrnusambandið stendur að miðaúthlutun á bikarúrslitaleikinn.

Arsenal mun mæta Hull og fær hvort félag 25 þúsund miða.

Um 49 þúsund Arsenal-stuðningsmenn voru mættir á undanúrslitaleikinn gegn Wigan síðasta laugardag.

Í úrslitaleiknum er 20 þúsund miðum komið til sjálfboðaliða og samstarfsaðila.

„Það eru vonbrigði að svona margir stuðningsmenn Arsenal og Hull munu ekki eiga möguleika á að fá miða á úrslitaleikinn. Það þarf að endurskoða þessa miðaúthlutun," segir Gazidis.

Arsenal ætlar að sýna bikarúrslitaleikinn beint á risaskjá á Emirates leikvangnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner