Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. apríl 2014 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Juventus heldur átta stiga forystu eftir útisigur
Sebastian Giovinco skoraði fyrra mark leiksins
Sebastian Giovinco skoraði fyrra mark leiksins
Mynd: Getty Images
Udinese 0 - 2 Juventus
0-1 Sebastian Giovinco ('16)
0-2 Fernando Llorente ('26)

Juventus heldur átta stiga forystunni sem liðið hafði á AS Roma fyrir umferðina eftir tveggja marka sigur á útivelli gegn Udinese.

Fimm umferðir eru eftir og fimmtán stig í pottinum sem þýðir að topplið Juve þarf aðeins átta stig til að tryggja sér titilinn.

Sebastian Giovinco skoraði fyrsta mark leiksins eftir korter þegar hann fékk góða sendingu frá Paul Pogba. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Fernando Llorente forystuna.

Heimamenn komust aldrei nálægt því að minnka muninn og öruggur sigur Juventus í höfn.
Athugasemdir
banner
banner
banner