Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. apríl 2014 17:00
Magnús Már Einarsson
Roger Milla ekki lengur elsti leikmaðurinn í Afríku
Roger Milla fagnaði mörkum sínum oft með dansi við hornfánann.
Roger Milla fagnaði mörkum sínum oft með dansi við hornfánann.
Mynd: Getty Images
Roger Milla er ekki lengur elsti leikmaðurinn til að spila landsleik með þjóð frá Afríku.

Milla skoraði í 6-1 tapi Kamerún gegn Rússum á HM 1994 en þá var hann 42 ára og 39 daga gamall.

Kersley Appou, framherji frá Mauritius, hefur nú slegið met Milla.

Appou var 43 ára og 354 daga gamall þegar hann spilaði með landsliði Mauritius í undankeppni Afríkumótsins um helgina.

Appou á þó ekki nokkur ár í heimsmetið því að MacDonald Taylor Sr var 46 ára og 217 daga gamall þegar hann spilaði landsleik með Jómfrúareyjum.

Hér að neðan má sjá markið sem Milla skoraði á HM 1994.


Athugasemdir
banner
banner