Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. apríl 2014 23:06
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Dirty Tackle/Yahoo 
Rooney Scholes mátti ekki hafa nafnið sitt á páskaeggi
Rooney varð að hafa eftirnafnið með á egginu
Rooney varð að hafa eftirnafnið með á egginu
Mynd: itv twitter
Þriggja ára strákur sem heitir Rooney Scholes fékk ekki að fá nafnið sitt letrað á páskaegg vegna ótta um höfundarréttarmál.

Jo-anne Scholes er móðir drengsins og hefur verið stuðningsmaður Manchester United allt sitt líf. Hún á ketti sem heita Cantona og Berbatov og annan 16 ára strák sem heitir Anderson af einskærri tilviljun.

Thorntons súkkulaðibúðin í Bury neitaði að skrifa nafn Rooney á páskaegg og er móðir drengsins ósátt vegna málsins.

,,Það er bara fáránlegt að þeir leyfa ekki barni að fá nafn sitt á páskaegg af ótta við að styggja Wayne Rooney," sagði Jo-anne.

,,Ég get ekki ímyndað mér að Wayne Rooney hafi eitthvað út á þetta að setja.

,,Þetta er bara bull hvort sem er. Hann heitir Rooney. Þýðir það að hann má aldrei hafa nafn sitt á neinu því hann deilir því með frægum knattspyrnumanni?"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner