Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 14. apríl 2014 15:10
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Serbneskur framherji til Víkings (Staðfest)
Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík hefur samið við serbneskan framherja sem kemur til landsins eftir tvær vikur. Þetta kemur fram á Vísi.

Víkingar eru nýliðar í Pepsi-deildinni og leika við Fjölni í fyrstu umferðinni 4. maí.

Framherjinn heitir Vladimir Vujovic og er 29 ára gamall. Sagt er að hann geti leikið jafnt í fremstu víglínu sem og á kantinum.

Hann kemur til Víkinga um mánaðarmótin þegar hann hefur lokið tímabilinu með Timok í serbnesku 1. deildinni.

Hann verður sjöundi leikmaðurinn sem Víkingar fá til sín en fyrir eru komnir Alan Lowing frá Fram, Sveinbjörn Jónasson frá Þrótti R., Ómar Friðriksson frá KA, Darri Steinn Konráðsson frá Stjörnunni, Sigurður Hrannar Björnsson frá Tindastóli og Skotinn Harry Monaghan frá Clyde.
Athugasemdir
banner
banner