mán 14. apríl 2014 23:46
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: The Telegraph 
Telegraph: UEFA mun setja Man City og PSG í félagaskiptabann
Manchester City.
Manchester City.
Mynd: Getty Images
Breska dagblaðið Telegrahp greinir frá því í kvöld að UEFA muni í vikunni leggja Manchester City og PSG í bann frá öllum leikmannakaupum vegna brota á reglum um fjárhag félaga (Financial Fair Play).

Samkvæmt heimildum blaðsins mun eigandi City, Sheik Mansour bin Zayed al Nahyan, í vikunni verða fundinn sekur af UEFA um að hafa gerst brotlegur gagnvart FFP-reglunum.

Þá á PSG einnig yfir höfði sér refsingu frá nefnd UEFA sem sér um þessi málefni, en hún var sett á laggirnar til að koma böndum yfir græðgi og ótakmarkaða eyðslu í knattspyrnuheiminum.

Sömu heimildir segja að ef félögin nái ekki að leggja fram ný gögn í málunum á næstu tveimur sólarhringum verði afleiðingin ein harðasta mögulega refsingin - algjört bann frá leikmannakaupum.

Bæði lið eru í eigu moldríka einstaklinga og hafa eytt gríðarlegum upphæðum í kaup á leikmönnum og laun á allra síðustu árum. Hefur það komið liðunum á stall á meðal bestu liða heims.

Ljóst er að þetta yrðu gríðarlega stórar fréttir ef af verður, en þegar hefur Barcelona verið sett í félagaskiptabann í sumar af FIFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner