Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. apríl 2014 11:16
Magnús Már Einarsson
U17 ára landslið kvenna sigraði Wales
Úlfar Hinriksson þjálfar U17 ára landsliðið.
Úlfar Hinriksson þjálfar U17 ára landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U17 landslið kvenna, skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, byrjaði undirbúningsmót UEFA fyrir þennan aldursflokk ansi vel með flottum 4-0 sigri á Wales í gær, sunnudag.

Mótið fer fram í Belfast á Norður-Írlandi og auk Íslands og Wales leika heimamenn og Færeyingar í mótinu. U17 landslið karla, einnig skipað leikmönnum fæddum 1998 og síðar, lék einmitt í sömu borg gegn sömu þjóðum í sams konar móti í vikunni sem leið.

Íslenska liðið leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. Fyrst skoraði Andrea Mist Pálsdóttir með þrumuskoti af 30 metra færi. Óverjandi negla.

Jasmín Erla Ingadóttir bætti við öðru marki fyrir Ísland á 37. mínútu, fékk sendingu frá vinstri frá Kristínu Þóru Birgisdóttur og kláraði færið. Seinni hálfleikur byrjaði ansi vel. Elena Brynjarsdóttir skoraði strax á fyrstu mínútu og staðan orðin 3-0 fyrir Ísland.

Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta, en eftir 66 mínútur varð staðan þó orðin 4-0 fyrir Ísland. Anna Rakel Pétursdóttir skoraði með þrumufleyg af 25 metra færi.

Ekki var meira skorað í leiknum og flottur 4-0 sigur í fyrsta leik í mótinu í höfn. Næsti leikur er strax á mánudag kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður mótherjinn þá lið heimamanna, Norður-Íra.
Texti af vef KSÍ.
Athugasemdir
banner