Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   mán 14. apríl 2014 14:00
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Þóroddur Hjaltalín: Ég var ekki búinn að vera góður
„Vissi að ég yrði ekki konfekt á hverju heimili"
Þóroddur Hjaltalín dómari.
Þóroddur Hjaltalín dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þóroddur lyftir gula spjaldinu.
Þóroddur lyftir gula spjaldinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með útkomuna. Ég held að þetta sé gott málefni sem verið er að koma með," segir Þóroddur Hjaltalín dómari sem var í brennidepli í fyrsta þætti af Þriðja liðinu sem var á Stöð 2 Sport síðasta fimmtudag.

„Það var alltaf hugmyndin með þessu að sýna hvað við erum að gera meira en að koma og eyðileggja Íslandsmótið. Þetta kemur helling inn í persónulega lífið hjá manni," segir Þóroddur kíminn en í þáttunum er skyggnst bak við tjöldin hjá íslenskum dómurum.

„Fólk hefur skoðanir á okkur og ég vissi það þegar ég fór að dæma fótbolta að ég yrði ekki konfekt á hverju heimili. Það var vitað mál og það verður alltaf þannig. Menn eiga að hafa skoðanir og það er annar handleggur hvort við séum sammála gagnrýninni."

Þóroddur viðurkennir að hafa ekki átt gott sumar í dómgæslunni árið 2012. Þrátt fyrir það var hann valinn til að dæma bikarúrslitaleikinn og margir sem gagnrýndu þá ákvörðun.

Í þættinum á fimmtudag var sýnd upptaka af því þegar Þóroddur hlustaði á útvarpsþáttinn Fótbolti.net þar sem verið var að furða sig á því af hverju hann hafi fengið að dæma einn af leikjum ársins.

„Sú umræða sem var í þessum útvarpsþætti hafði ekkert með mína persónu að gera heldur mína frammistöðu. Ég viðurkenni það að þegar ég vissi að ég myndi fá þennan leik að það yrði umdeilt. Ég var ekki búinn að vera góður það sem af var sumri. Ég er fyrstur að viðurkenna það."

„Þetta hafði samt engin áhrif á mig í undirbúningi fyrir leikinn. Ég var gríðarlega vel stemmdur fyrir verkefninu og hafði tekist á við þá gagnrýni sem á hafði fengið. Þarna var ekki verið að setja út á mig persónu."

Þóroddur getur skilið að ýmislegt sé látið út úr sér í hita leiksins en í þættinum voru birtar Twitter-færslur þar sem fólk í stúkunni fór yfir strikið í skrifum um hann.

„Ég fer kannski og dæmi leik og er ekki góður eins og gengur og gerist. Ef maður lendir í því að taka rangar ákvarðanir sem hafa áhrif þá er það vont. Menn eru kannski að skrifa hluti meðan á leik stendur og eru heitir og það gerir fótboltann svona frábæran. Þessar Twitter-færslur eru heilt yfir ekkert sérstakar. Mér finnst ekki í lagi að fólk sé að segja hvað sem er um hvern sem er en þetta fylgir þessu."

Þóroddur dæmdi bikarúrslitaleikinn frábærlega.

„Fyrir sjálfan mig var þetta ótrúleg tilfinning eftir leik. Þetta hafði verið rússibani framan af sumrinu. Ég vissi að ég hefði ekki fengið þennan leik ef ég hefði ekki ráðið við þetta verkefni. Þegar ég lít til baka átti þessi gagnrýni þátt í því að mótivera mig fyrir verkefnið."

Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórodd í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner