Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks var að vonum ósáttur við tap gegn Valsmönnum í átta liða úrslitum Lengjubikarsins í kvöld.
Breiðablik komst í 1-0 áður en Valsmenn snéru dæminu við og unnu 2-1.
Breiðablik komst í 1-0 áður en Valsmenn snéru dæminu við og unnu 2-1.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 Breiðablik
Arnar segir það einfalt hvað hafi vantað í dag.
„Að skora fleiri mörk og fá færri mörk á okkur,"
Hann segir Valsmenn hafa viljað þetta meira.
„Mér fannst við betri aðilinn í fyrri hálfleik en þetta jafnaðist í seinni hálfleik en mér fannst þeir vilja þetta meira en við."
Hann segir það ljóst að liðið þarf að spila töluvert betur, ætli það sér að gera eitthvað í sumar.
„Við þurfum heldur betur að bæta okkur leik ef við ætlum að standa okkur í sumar."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir