Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. apríl 2016 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Myndir: Bæði mörkin Sakho að kenna
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund er tveimur mörkum yfir gegn Liverpool á Anfield Road í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Pierre-Emerick Aubameyang lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir Henrikh Mkhitaryan og skoraði það síðara sjálfur eftir glæsilega stoðsendingu frá Marco Reus.

Búið er að birta myndir sem sýna að bæði mörk Dortmund geta í raun skrifast á franska miðvörðinn Mamadou Sakho, sem spilar leikmenn Dortmund réttstæða í báðum mörkunum.

Myndirnar er hægt að sjá hér fyrir neðan, þar sem Sakho stendur langt fyrir aftan samherja sína og eyðileggur rangstöðugildruna.

Reus var að bæta þriðja marki gestanna við og það eru engin verðlaun í boði fyrir þá sem giska á hver spilaði hann réttstæðan.
Athugasemdir
banner
banner