Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
fimmtudagur 25. apríl
Mjólkurbikar karla
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
sunnudagur 17. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
fimmtudagur 18. apríl
Engin úrslit úr leikjum í dag
banner
fös 14.apr 2017 12:45 Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Magazine image

Ef þið tapið, þá getur þú einbeitt þér að þessum gítar!

Hallur Flosason sprakk út í hlutverki hægri bakvarðar í liði ÍA í fyrrasumar en fram að því hafði hann leikið allan sinn feril á miðjunni. Hallur ræddi við Fótbolta.net um fótboltaferilinn, tónlistarferilinn og margt fleira.

,,Fyrir tveimur árum sagði einhver gæi við mig: 'Ef þið drullist ekki til að vinna, þá getur þú bara farið að einbeita þér að þessum gítar.‘ ''
,,Fyrir tveimur árum sagði einhver gæi við mig: 'Ef þið drullist ekki til að vinna, þá getur þú bara farið að einbeita þér að þessum gítar.‘ ''
Mynd/Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
,,Ég hef spilað í brúðkapum á sumrin með systur minni. Það er bæði hjá fólki sem við þekkjum og random fólki sem biður okkur um að spila. Við spiluðum til dæmis í fimm brúðkaupum í fyrrasumar.''
,,Ég hef spilað í brúðkapum á sumrin með systur minni. Það er bæði hjá fólki sem við þekkjum og random fólki sem biður okkur um að spila. Við spiluðum til dæmis í fimm brúðkaupum í fyrrasumar.''
Mynd/Aðsend
,,Það er fínt að vera spáð slæmu gengi. Þá getur maður troðið sokkum, eins og við höfum náð að gera.''
,,Það er fínt að vera spáð slæmu gengi. Þá getur maður troðið sokkum, eins og við höfum náð að gera.''
Mynd/Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
,,Þetta aflitunardæmi í fyrra hefði ekki gengið upp hjá mörgum liðum. Kjarninn er svo sterkur hjá okkur og það eru allir góðir vinir.''
,,Þetta aflitunardæmi í fyrra hefði ekki gengið upp hjá mörgum liðum. Kjarninn er svo sterkur hjá okkur og það eru allir góðir vinir.''
Mynd/Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
,,Maður á að vera heima að læra en það er skemmtilegra í klefanum. Við erum þar að tala saman og erum ekkert að stressa okkur á lífinu.''
,,Maður á að vera heima að læra en það er skemmtilegra í klefanum. Við erum þar að tala saman og erum ekkert að stressa okkur á lífinu.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Maður ætlaði svoleiðis að sýna sig í meistaraflokki en svo lenti maður á vegg.''
,,Maður ætlaði svoleiðis að sýna sig í meistaraflokki en svo lenti maður á vegg.''
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru allir í bænum að hugsa um fótbolta og það er talað um fótbolta hvert sem maður fer. Ef maður tapar leik þá er maður látinn heyra það. Fyrir tveimur árum sagði einhver gæi við mig: ´Ef þið drullist ekki til að vinna, þá getur þú bara farið að einbeita þér að þessum gítar.‘ Það er bara real talk á Skaganum. Fólk er líka duglegt að hrósa okkur þegar gengur vel og þetta er bara gaman,“ segir Hallur Flosason þegar hann talar um stemninguna í fótboltabænum Akranesi.

ÍA hefur 18 sinnum orðið Íslandsmeistari en 16 ár eru síðan það gerðist síðast. ÍA hefur tvívegis fallið úr efstu deild frá aldamótum og ekki verið í efri hluta Pepsi-deildarinnar í mörg ár.

„Ég held að fólk sé byrjað að gera sér grein fyrir hver staðan er. Það er erfitt að bera okkur saman við þessi gullaldarlið. Tímarnir eru öðruvísi núna. Ég held að fólk beri virðingu fyrir því starfi sem er í gangi núna. Við erum að byggja upp á heimamönnum og fólk vill hafa það þannig. Þó að við séum ekki að vinna titla núna þá er fólk ánægt með það sem er í gangi uppi á Skaga,“ segir Hallur.

Bjóst ekki við að Ármann myndi aflita hárið
Á Akranesi hefur verið byggt upp á heimamönnum og undanfarin ár hefur hópurinn nánast einungis verið skipaður uppöldum skagamönnum. Í vetur tefldi ÍA til að mynda fram 18 manna leikmannahópi í leik í Lengjubikarnum þar sem allir leikmenn voru uppaldir hjá félaginu.

„Þetta er geðveikt. Maður hefur þekkt þessa stráka endalaust lengi. Elstu gæarnir í liðinu hafa þjálfað þá yngstu sem eru í liðinu. Árni Snær (Ólafsson) var að þjálfa Albert Hafsteins og Þórð Þorstein (Þórðarson) og man hvað þeir voru klikkaðir þegar þeir voru litlir,“ segir Hallur og bætir við að liðsandinn hjá Skagamönnum sé í hæsta gæðaflokki. „Þetta aflitunardæmi í fyrra hefði ekki gengið upp hjá mörgum liðum. Kjarninn er svo sterkur hjá okkur og það eru allir góðir vinir.“

Hallur er þar að tala um tímabil þar sem leikmenn ÍA aflituðu hárið á sér hver á fætur öðrum eftir sigurleiki. Tveir leikmenn lögðu hárið að veði í hverjum leik en Skagamenn unnu fimm leiki í röð og fljótlega var meirihluti leikmannahópins með aflitað hár.

„Þetta byrjaði sem galin hugmynd hjá mér og Árna Snæ og svo vatt þetta upp á sig. Það var gaman að sjá menn eins og Ármann (Smára Björnsson) taka vel í þetta. Ég hélt að hann myndi aldrei lita á sér hárið,“ segir Hallur og hlær.

Eru marga klukkutíma í klefanum
Þeir félagar Hallur og Árni eru einnig á meðal leikmanna sem verja nokkrum klukkustundum á hverjum degi í búningsklefanum á Akranesvelli. Arnar Már Guðjónsson, Albert Hafsteinsson, Bakir Anwar Nassar, Ragnar Már Lárusson og Tryggvi Hrafn Haraldsson eru á meðal leikmanna sem sitja lengi eftir æfingar og ræða málin.

„Við mætum hálftíma fyrir æfingu sem er klukkan fimm. Við erum síðan farnir heim klukkan 9 eða eitthvað sem er galið. Maður á að vera heima að læra en það er skemmtilegra í klefanum. Við erum þar að tala saman og erum ekkert að stressa okkur á lífinu,“ segir Hallur og hann ræðir áfram samheldnina í hópnum.

„Eftir sigurleiki er þetta geðveikt. Við erum extra lengi í klefanum og förum síðan og gerum eitthvað saman. Ég og Árni erum að vinna saman á golfvellinum og förum þangað daginn eftir. Þannig að við erum alltaf saman. Ég var alltaf í golfi sjálfur þegar ég var yngri og var kominn með ellefu í forgjöf þegar ég hætti að æfa þegar ég var 14 ára.“

Var byrjaður átta ára að syngja í stúdíói
Hallur fer ennþá af og til í golf en utan vallar er það tónlistin sem er í aðalhlutverki. Drake og The Dvsn eru í uppáhaldi hjá Halli í dag en hann er síðan sjálfur duglegur að spila á gítar og syngja. Pabbi hans var tónlistarkennari og á sínum tíma var hann í hljómsveitinni Tíbrá sem og í hljómsveitinni Villingarnir með Eiríki Haukssyni.

„Það var alltaf tónlist í kringum mig þegar ég ólst upp. Pabbi spilar á píanó, gítar og bassa. Systir mín spilar á fiðlu og er á fullu í söng. Við erum með stúdíó heima og þegar ég var átta ára var ég byrjaður að taka upp lög þar. Tónlistin hefur alltaf verið í kringum mig og sá áhugi hefur alltaf verið að vaxa,“ sagði Hallur sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir myndbönd sem hann og Arnþór Ingi Kristinsson, leikmaður Víkings, hafa birt á vef H magasín. Hallur hefur sjálfur birt myndbönd með tónlist á netinu í nokkur ár.

„Ég hafði oft tekið það upp þegar ég var að spila og syngja. Árið 2012 setti ég þetta inn á Facebook og eftir það byrjaði ég að gera það reglulega. Menn í liðinu voru mikið að láta mig heyra það fyrst. Palli markvörður (Páll Gísli Jónsson) var þar fremstur í flokki en hann er minn helsti peppari í dag.“

„Þegar ég póstaði fyrst myndbandi á Facebook þá fór það inn á bleikt.is. Daginn eftir var ég að spila við KR í 2. flokki og ég fékk gjörsamlega að heyra það frá þeim í leiknum Rúnar Alex (Rúnarsson) og fleiri voru að kalla mig Drake og eitthvað. Við unnum leikinn og þeir fengu þrjú rauð spjöld. Það var gott.“


Hallur hefur einnig komið af og til fram á opinberum vettvangi í tónlistinni. „Ég hef spilað í brúðkapum á sumrin með systur minni. Það er bæði hjá fólki sem við þekkjum og random fólki sem biður okkur um að spila. Við spiluðum til dæmis í fimm brúðkaupum í fyrrasumar,“ sagði Hallur.

Lenti á vegg í meistaraflokki
Í fyrrasumar varð talsverð breyting á fótboltaferli Halls. Efti að hafa leikið á miðjunni allan ferilinn þá sprakk Hallur út í stöðu hægri bakvarðar.

„Ég hafði mjög gaman að því. Upp alla yngri flokkana var ég miðjumaður og spilaði oft framarlega á miðjunni bakvið senterinn. Ég skoraði 19 mörk síðasta árið í 2. flokki en ég var ekki að ná að yfirfæra þá spilamennsku í meistaraflokkinn. Þegar ég var færður í bakvörðinn fann ég mig mjög vel. Þetta er allt öðruvísi staða. Maður hefur alltaf einhverja sendingarmöguleika og ég fíla þessa stöðu mjög vel. Ég myndi hafa mjög gaman að því að spila þessa stöðu í framtíðinni.“

Hallur festi sig í sessi í byrjunarliðinu í fyrra eftir að hafa áður verið talsvert á bekknum. ,Það var mjög erfitt. Maður ætlaði svoleiðis að sýna sig í meistaraflokki en svo lenti maður á vegg. Vonandi er þetta að koma núna.“

Skagamenn hafa siglt lygnan sjó undanfarin tvö tímabil en í bæði skiptin hafði liðinu verið spáð fallbaráttu. „Það er fínt að vera spáð slæmu gengi. Þá getur maður troðið sokkum, eins og við höfum náð að gera. Menn elska það. Við vorum nálægt Evrópu í fyrra en svo snérist það í höndunum á okkur,“ sagði Hallur sem telur að ÍA hafi burði á að blanda sér í baráttuna í efri hlutanum á næstu árum.
„Miðað við þessa stráka sem eru að koma upp núna þá held ég að það sé mögulegt. Ef við fáum styrkingar líka þá hef ég trú á að við getum gert meira en síðustu ár,“ segir Hallur að lokum.


Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 10. sæti: ÍA
Gulli Jóns: Veturinn erfiður varðandi áföll
Hin hliðin - Tryggvi Hrafn Haraldsson
Athugasemdir
banner
banner
banner